Barcelona komst örugglega áfram í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar í kvöld.
Börsungar mættu Celta Vigo á heimavelli sínum, en fyrri leikur liðanna fór með 1-1 jafntefli og því allt opið í einvíginu fyrir leikinn.
Það tók Lionel Messi hins vegar aðeins 13. mínútur að koma heimamönnum yfir eftir stoðsendingu Jordi Alba. Sama par var á ferðinni tveimur mínútum seinna og tvöfaldaði markatöluna eftir korters leik.
Á 28. mínútu voru þeir félagar aftur á ferðinni, en í þetta skiptið fékk Alba að skora og Messi lagði upp. Staðan 3-0 eftir hálftíma og úrslitin svo gott sem ráðin.
Luis Suarez skoraði fjórða markið á 31. mínútu og Ivan Rakitic rak svo smiðshöggið á 87. mínútu, 5-0 sigur staðreynd.
