Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2018 12:38 Justin Bieber slakaði á í Fjaðrárgljúfri. Skjáskot Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57
Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02