Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Njarðvík 75-78 | Njarðvík hefur ekki unnið deildarleik en verður í bikarúrslitunum Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 11. janúar 2018 21:00 Vísir/Anton Bikarævintýri Njarðvíkurstelpna heldur áfram því þær leika til úrslita í Maltbikarnum í körfubolta eftir góðan sigur á Skallagrím í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og var mjög hraður til að byrja með, liðin skiptust á körfum og forystunni. Eftir fyrsta leikhluta leiddu Borgnesingar með fimm stigum. Í öðrum leikhluta náði Skallagrímur undirtökunum í leiknum, ekki síst vegna góðs leiks frá nýjum leikmanni þeirra Ziomora Esket Morrison sem var gríðarlega sterk undir körfunni. Í hálfleik hafði hún skorað 16 stig og tekið 8 fráköst. Skallagrímur leiddi í hálfleik með 7 stigum og virtust vera í fínum málum. Njarðvíkurstúlkur mættu vel inn í seinni hálfleikinn og náðu fljótlega að vinna upp forystu Skallagríms og jafna leikinn. Þær beittu öflugri svæðisvörn og létu boltann ganga vel í sókninni. Þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn aðeins tvö stig, Skallagrím í vil. Spennan hélt áfram í loka leikhlutanum en þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum náðu Njarðvíkurstúlkur góðum kafla og komust 6 stigum yfir og allt útlit fyrir að þær væru að klára leikinn. Borgnesingar neituðu þó að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var eftir af leiknum. Shalonda Winton skoraði þá gríðarlega mikilvæga körfu fyrir Njarðvíkinga og kom forystunni í þrjú stig. Bæði lið skorðuð í kjölfarið stig af vítalínunni. Carmen Tyson-Thomas fékk tækifæri til að setja leikinn í framlengingu en þriggja stiga skot hennar úr erfiðu færi geigaði naumlega. Það fór því svo að lokum að Njarðvík vann sigur í háspennu leik 75-78. Njarðvík spilaði góða svæðisvörn sem þvingaði Skallagríms-liðið í erfið skot sem rötuðu ekki niður. Sóknin gekk vel þegar mestu máli skipti og liðið fékk framlag frá flestum leikmönnum liðsins. Einnig veðrur að hrósa liðinu fyrir mikinn baráttuvilja og leikgleði. Skallagríms-liðinu gekk erfiðlega að leysa svæðisvörn Njarðvíkur og virtust hreinlega ekki vera nægilega vel undirbúnar undir þennan varnarleik. Einnig virtist þjálfara liðsins ekki ganga vel að skipta leiktímanum í seinni hálfleik milli Zimora Esket Morrison og Carmen Tyson Thomas sem virtist riðla leik liðsins nokkuð. Shalonda R. Winton var frábær í liði Njarðvíkur. Hún skoraði 31 stig, tók 15 frákost og gaf 6 stóðsendingar. Hrund Skúladóttir og Erna Freydís Traustadóttir voru einnig góðar og skoruðu mikilvægar körfur í lokin.Skallagrímur-Njarðvík 75-78 (26-21, 20-18, 14-19, 15-20) Skallagrímur: Ziomora Esket Morrison 25/15 fráköst/5 stoðsendingar, Carmen Tyson-Thomas 17/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/9 fráköst/6 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 9, Jeanne Lois Figueroa Sicat 5/6 stoðsendingar, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3/7 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 1.Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 14/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 11, María Jónsdóttir 9/7 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 6/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6/8 fráköst/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 1.Guðrún Ósk: Við vorum illa undirbúnar undir svæðisvörn „Í rauninni þá höfðum við engin svör við þessari svæðisvörn sem þær eru að spila. Við erum ekki með neina sókn á móti svæði og vorum því að senda boltann á milli eins og handboltalið fyrir utan. Við áttum engin svör við þessari vörn,“ sagði Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms eftir leikinn. Guðrún sagði það hafa truflað undirbúning liðsins að stutt væri síðan liðið fékk til liðs við sig nýjan leikmann, Ziomora Esket Morrison, og að ekki hefði gengið að skipta leiktímanum á milli hennar og Carmen Tyson-Thomas. „Þær voru að setja þrjár á hana og við fengum ekki boltann fyrir utan. Þegar við fengum hann nýttum við ekki tækifærin okkar, við vorum að fókusera of mikið á hana. Undirbúningurinn með hana er búinn að vera lítill og hún búinn að vera stutt. Carmen er frábær leikmaður og hún sýndi það þessar mínútur sem hún var inná, með 17 stig á fáum mínútum. Ég veit ekki alveg hvernig þessi taktík var fyrir þennan leik en mér fannst hvorki við né þjálfarinn tilbúin í þetta verkefni í dag.“ „Þetta er ótrúlega sárt því við ætluðum okkur að komast alla leið núna í ár og þetta eru því mikil vonbrigði, ég bið alla stuðningsmenn okkar sem komu hingað í dag að styðja okkur afsökunar á þessari spilamennsku,“ sagði Guðrún sem var augljóslega mjög svekkt með úrslitin.Shalonda: Bikarinn hefur veitt okkur tækifæri til að sanna okkur „Okkur hefur ekki gengið nægilega vel í deildinni og því hefur bikarinn veitt okkur tækifæri og hvatningu til að sýna hvað virkilega býr í liðinu okkar,“ sagði Shalonda Winton, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn. Aðspurð hvort liðið hefði æft svæðisvörnina sérstaklega fyrir þennan leik sagði Shaldona það vissulega hafa verið gert. „Ó, já, alla vikuna. Við æfðum vörnina vel, bæði svæðisvörnina og pressuvörn. Þjálfararnir okkar settu leikinn virkilega vel upp og okkur tókst að fylgja leikplaninu, það ásamt góðri liðssamvinnu skilað okkur þessum sigir í kvöld umfram allt.“Ricardo: Þær spiluðu til að vinna leikinn og áttu sigurinn skilið „Ég vill byrja á óska Njarðvík til hamingju með sigurinn, þær áttu skilið að vinna leikinn. Síðustu 20 mínútur leiksins spiluðu þær mikið betur en við, þær spiluðu til að vinna leikinn en það gerðum við ekki. Hugarfar þeirra og hungur var mikið betra og meira en okkar. Við vorum ekki nógu hugaðar í sókninni og vorum í miklum vandræðum með svæðisvörnina þeirra og þegar skotin að utan eru ekki að detta ertu alltaf í vandræðum á móti svæðisvörn,“ sagði Ricardo Gonzales, þjálfari Skallagríms Ricardo vildi ekki meina að undirbúningurinn fyrir þennan leik hefði haft áhrif á útkomu hans. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður, við vorum undirbúnar undir það. Fyrri leikir okkar við þær í deildinni skiptu hér engu máli, það vissum við. Þegar þú spilar á móti liðið eins og Njarðvík sem hefur engu að tapa í leik eins og þessum og allt að vinna þá getur leikurinn snúist í höndunum á liðinu sem reiknað er með að vinni leikinn. Við áttum ekki skilið að vinna leikinn í kvöld, það er ekkert meira um það að segja“.Hallgrímur: Erum búin að vera að brjóta niður veggi þetta tímabil „Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að láta reyna á hina leikmennina í liðinu hjá þeim, þær hafa verið svolítið tveggja, þriggja manna lið og við lögðum því upp með að stoppa þeirra helstu pósta. Mér fannst það takast vel hjá okkur þegar við beittum mismunandi útgáfum af svæðisvörninni, það var ánægjulegt að sjá,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. „Ég gæti ekki verið stoltari af liðinu mínu, við erum búin að vera að brjóta niður veggi þetta tímabil. Við erum að fara frá því að vera eins manns lið sem bendir bara á Kanann hvort sem það gengur vel eða illa, yfir í það að vera ein heild sem sigar og tapar saman. Mér finnst við vera að uppskera það núna og það er ég virkilega ánægður með.“ Íslenski körfuboltinn
Bikarævintýri Njarðvíkurstelpna heldur áfram því þær leika til úrslita í Maltbikarnum í körfubolta eftir góðan sigur á Skallagrím í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og var mjög hraður til að byrja með, liðin skiptust á körfum og forystunni. Eftir fyrsta leikhluta leiddu Borgnesingar með fimm stigum. Í öðrum leikhluta náði Skallagrímur undirtökunum í leiknum, ekki síst vegna góðs leiks frá nýjum leikmanni þeirra Ziomora Esket Morrison sem var gríðarlega sterk undir körfunni. Í hálfleik hafði hún skorað 16 stig og tekið 8 fráköst. Skallagrímur leiddi í hálfleik með 7 stigum og virtust vera í fínum málum. Njarðvíkurstúlkur mættu vel inn í seinni hálfleikinn og náðu fljótlega að vinna upp forystu Skallagríms og jafna leikinn. Þær beittu öflugri svæðisvörn og létu boltann ganga vel í sókninni. Þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn aðeins tvö stig, Skallagrím í vil. Spennan hélt áfram í loka leikhlutanum en þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum náðu Njarðvíkurstúlkur góðum kafla og komust 6 stigum yfir og allt útlit fyrir að þær væru að klára leikinn. Borgnesingar neituðu þó að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var eftir af leiknum. Shalonda Winton skoraði þá gríðarlega mikilvæga körfu fyrir Njarðvíkinga og kom forystunni í þrjú stig. Bæði lið skorðuð í kjölfarið stig af vítalínunni. Carmen Tyson-Thomas fékk tækifæri til að setja leikinn í framlengingu en þriggja stiga skot hennar úr erfiðu færi geigaði naumlega. Það fór því svo að lokum að Njarðvík vann sigur í háspennu leik 75-78. Njarðvík spilaði góða svæðisvörn sem þvingaði Skallagríms-liðið í erfið skot sem rötuðu ekki niður. Sóknin gekk vel þegar mestu máli skipti og liðið fékk framlag frá flestum leikmönnum liðsins. Einnig veðrur að hrósa liðinu fyrir mikinn baráttuvilja og leikgleði. Skallagríms-liðinu gekk erfiðlega að leysa svæðisvörn Njarðvíkur og virtust hreinlega ekki vera nægilega vel undirbúnar undir þennan varnarleik. Einnig virtist þjálfara liðsins ekki ganga vel að skipta leiktímanum í seinni hálfleik milli Zimora Esket Morrison og Carmen Tyson Thomas sem virtist riðla leik liðsins nokkuð. Shalonda R. Winton var frábær í liði Njarðvíkur. Hún skoraði 31 stig, tók 15 frákost og gaf 6 stóðsendingar. Hrund Skúladóttir og Erna Freydís Traustadóttir voru einnig góðar og skoruðu mikilvægar körfur í lokin.Skallagrímur-Njarðvík 75-78 (26-21, 20-18, 14-19, 15-20) Skallagrímur: Ziomora Esket Morrison 25/15 fráköst/5 stoðsendingar, Carmen Tyson-Thomas 17/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/9 fráköst/6 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 9, Jeanne Lois Figueroa Sicat 5/6 stoðsendingar, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3/7 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 1.Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 14/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 11, María Jónsdóttir 9/7 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 6/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6/8 fráköst/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 1.Guðrún Ósk: Við vorum illa undirbúnar undir svæðisvörn „Í rauninni þá höfðum við engin svör við þessari svæðisvörn sem þær eru að spila. Við erum ekki með neina sókn á móti svæði og vorum því að senda boltann á milli eins og handboltalið fyrir utan. Við áttum engin svör við þessari vörn,“ sagði Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms eftir leikinn. Guðrún sagði það hafa truflað undirbúning liðsins að stutt væri síðan liðið fékk til liðs við sig nýjan leikmann, Ziomora Esket Morrison, og að ekki hefði gengið að skipta leiktímanum á milli hennar og Carmen Tyson-Thomas. „Þær voru að setja þrjár á hana og við fengum ekki boltann fyrir utan. Þegar við fengum hann nýttum við ekki tækifærin okkar, við vorum að fókusera of mikið á hana. Undirbúningurinn með hana er búinn að vera lítill og hún búinn að vera stutt. Carmen er frábær leikmaður og hún sýndi það þessar mínútur sem hún var inná, með 17 stig á fáum mínútum. Ég veit ekki alveg hvernig þessi taktík var fyrir þennan leik en mér fannst hvorki við né þjálfarinn tilbúin í þetta verkefni í dag.“ „Þetta er ótrúlega sárt því við ætluðum okkur að komast alla leið núna í ár og þetta eru því mikil vonbrigði, ég bið alla stuðningsmenn okkar sem komu hingað í dag að styðja okkur afsökunar á þessari spilamennsku,“ sagði Guðrún sem var augljóslega mjög svekkt með úrslitin.Shalonda: Bikarinn hefur veitt okkur tækifæri til að sanna okkur „Okkur hefur ekki gengið nægilega vel í deildinni og því hefur bikarinn veitt okkur tækifæri og hvatningu til að sýna hvað virkilega býr í liðinu okkar,“ sagði Shalonda Winton, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn. Aðspurð hvort liðið hefði æft svæðisvörnina sérstaklega fyrir þennan leik sagði Shaldona það vissulega hafa verið gert. „Ó, já, alla vikuna. Við æfðum vörnina vel, bæði svæðisvörnina og pressuvörn. Þjálfararnir okkar settu leikinn virkilega vel upp og okkur tókst að fylgja leikplaninu, það ásamt góðri liðssamvinnu skilað okkur þessum sigir í kvöld umfram allt.“Ricardo: Þær spiluðu til að vinna leikinn og áttu sigurinn skilið „Ég vill byrja á óska Njarðvík til hamingju með sigurinn, þær áttu skilið að vinna leikinn. Síðustu 20 mínútur leiksins spiluðu þær mikið betur en við, þær spiluðu til að vinna leikinn en það gerðum við ekki. Hugarfar þeirra og hungur var mikið betra og meira en okkar. Við vorum ekki nógu hugaðar í sókninni og vorum í miklum vandræðum með svæðisvörnina þeirra og þegar skotin að utan eru ekki að detta ertu alltaf í vandræðum á móti svæðisvörn,“ sagði Ricardo Gonzales, þjálfari Skallagríms Ricardo vildi ekki meina að undirbúningurinn fyrir þennan leik hefði haft áhrif á útkomu hans. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður, við vorum undirbúnar undir það. Fyrri leikir okkar við þær í deildinni skiptu hér engu máli, það vissum við. Þegar þú spilar á móti liðið eins og Njarðvík sem hefur engu að tapa í leik eins og þessum og allt að vinna þá getur leikurinn snúist í höndunum á liðinu sem reiknað er með að vinni leikinn. Við áttum ekki skilið að vinna leikinn í kvöld, það er ekkert meira um það að segja“.Hallgrímur: Erum búin að vera að brjóta niður veggi þetta tímabil „Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að láta reyna á hina leikmennina í liðinu hjá þeim, þær hafa verið svolítið tveggja, þriggja manna lið og við lögðum því upp með að stoppa þeirra helstu pósta. Mér fannst það takast vel hjá okkur þegar við beittum mismunandi útgáfum af svæðisvörninni, það var ánægjulegt að sjá,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. „Ég gæti ekki verið stoltari af liðinu mínu, við erum búin að vera að brjóta niður veggi þetta tímabil. Við erum að fara frá því að vera eins manns lið sem bendir bara á Kanann hvort sem það gengur vel eða illa, yfir í það að vera ein heild sem sigar og tapar saman. Mér finnst við vera að uppskera það núna og það er ég virkilega ánægður með.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti