Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stefnt er að algerri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu eftir sögulegan fund þeirra í dag. Þá ætla þeir að binda formlegan endi á Kóreustríðið síðar á þessu ári.  Um þetta verður fjallað í kvöldfréttum í opinni dagskrá á Stöð 2 og á Bylgjunni klukkan 18:30. 

Einnig þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja helmingi meira fé til viðhalds
 á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega.

Fjallað verður um ástandið á fæðingardeild Landspítalans en þar sem heimaþjónusta býðst ekki lengur þurfa sumar sængurkonur og nýburar að koma í endurinnlögn vegna alls kyns kvilla.

Við kynnum okkur einnig uppbyggingu í Reykjavík á næstu árum, tölum við aðalhagfræðing Kviku banka sem sgir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira sem hlutfall af landsframleiðslu og verðum í beinni útsendingu frá frumsýningu Íslenska dansflokksins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×