Fótbolti

Emery hættir með PSG │Wenger til Parísar?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Unai Emery verður ekki áfram í París
Unai Emery verður ekki áfram í París vísir/getty
Unai Emery ætlar ekki að halda áfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain á næsta tímabili, en hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag.

Samningur Emery við frönsku meistarana rennur út í lok tímabilsins og hafði orðrómur þess efnis að hann myndi ekki vera áfram verið uppi lengi. Emery staðfesti það svo í dag.

Hann sagðist þegar hafa tilkynnt leikmönnunum um ákvörðun sína og þakkaði forráðamönnum félagsins, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir tímabilið.

PSG vann franska meistaratitilinn í fimmta sinn á sex árum 15. apríl síðast liðinn þegar liðið vann Mónakó 7-1.

Sögusagnir herma að Emery gæti verið á leið til spænska liðsins Real Sociedad. Þá hefur Frakkinn Arsene Wenger, sem hættir með Arsenal í lok tímabilsins, verið orðaður við stjórastöðuna hjá PSG.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×