Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 18:30 Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira