Innlent

Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögregluembætti um allt land tóku þátt í verkefninu, þar á meðal lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregluembætti um allt land tóku þátt í verkefninu, þar á meðal lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm
Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup.

Níu einstaklingar fengu viðvörun þar sem þeir höfðu auglýst vændisstarfsemi sína á opinberum vefsíðum en slíkt er ólöglegt samkvæmt vændislöggjöfinni.

Greint er frá málinu á vef RÚV. Þar segir að verkefnið hafi staðið yfir í alls tvo daga og hafi verið unnið í samstarfi við tvo sænska lögregluþjóna. Þeir hafa sérhæft sig í að rannsaka vændi en lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum tóku þátt.

Vændið fór fram í leiguíbúðum. Eigendur íbúðanna voru látnir vita af starfseminni en þeir vissu ekki af því sem fram í íbúðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×