Framherji Leicester James Maddison, miðjumaðurinn Mason Mount og Jadon Sancho leikmaður Borussia Dortmund eru nýliðar í enska hópnum.
Ross Barkley hefur ekki verið í enska landsliðinu síðan árið 2016 en hann fær náð fyrir augum Southgate.
Dele Alli og Jesse Lingard eru á meðal þeirra sem missa sæti sitt í hópnum, en báðir hafa þeir átt við meiðsli að undan förnu.
England spilar tvo leiki á útivelli í Þjóðadeildinni í komandi landsleikjahléi. Englendingar töpuðu fyrsta leiknum í keppninni fyrir Spánverjum á Wembley.
Busy day for Gareth Southgate!
See who he's named in the #ThreeLions squad for our next two #NationsLeague games: https://t.co/azRa3ukvBl
— England (@England) October 4, 2018