Erlent

MI5 leyfði hryðjuverkamönnum að fremja morð án ótta við refsingu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Breskir hermenn á átakasvæði í Norður-Írlandi á níunda áratug síðustu aldar
Breskir hermenn á átakasvæði í Norður-Írlandi á níunda áratug síðustu aldar Vísir/Getty
Breska leyniþjónustan MI5 bannaði lögreglunni á Norður-Írlandi að handtaka grunaða hryðjuverkamenn nema að höfðu samráði. Þetta kemur fram í tæplega 40 ára gömlum leyniskjölum sem voru gerð opinber í dag. Þá var lögreglan hvött til að reyna frekar að gera hryðjuverkamenn að uppljóstrurum en að ákæra þá fyrir glæpi.

Fjöldi norður-írskra ódæðismanna var fyrir vikið ósnertanlegur af lögreglunni. Þeir héldu áfram að fremja morð og taka þátt í sprengju- og skotárásum, jafnvel eftir að þeir gerðust uppljóstrarar, en sættu aldrei ábyrgð þar sem þeir voru undir verndarvæng leyniþjónustunnar.

Meðal þeirra sem nutu góðs af þessu fyrirkomulagi var Gary Haggarty sem játaði nýlega á sig meira en 500 glæpi á 16 ára tímabili þegar hann var uppljóstrari. Hann viðurkenndi meðal annars fimm morð, fimm morðsamsæri, nokkrar íkveikjur, mannrán og tugi líkamsárása. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi í janúar.

Breskir fjölmiðlar hafa einnig sagt frá máli Freddie Scappaticci, sem var að sögn yfirmaður innri öryggisgæslu írska lýðveldishersins á sama tíma og hann vann fyrir bresku leyniþjónustuna. Hann hafði að sögn yfirumsjón með því að fletta ofan af öðrum uppljóstrurum og myrða þá.

Þá hefur verið greint frá því að lögfræðingurinn Pat Finucane, sem var myrtur í Belfast árið 1989, hafi verið fórnarlamb manns sem ekki var ákærður vegna starfa sinna fyrir leyniþjónustuna. Lögreglumaður sem rannsakaði morðið segir að hann hafi fengið heimsókn frá yfirboðara sínum sem hafi skoðað myndir af vettvangi glæpsins og svo sagt sér að kafa ekki dýpra í málið.


Tengdar fréttir

Theresa May óskar Írum til hamingju

May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum.

Fóstureyðingar gætu fellt ríkisstjórn May og sameinað Írland á ný

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er komin í ómögulega stöðu eftir að mikill meirihluti Íra kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema bann við fóstureyðingum. Fóstureyðingar eru enn bannaðar á Norður-Írlandi, sem er undir breskri stjórn, og May getur ekki breytt því án þess að fella eigin ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×