Erlent

Fjarlægja nafn barnabókahöfundar úr verðlaunum vegna rasískra staðalímynda

Sylvía Hall skrifar
Úr þáttunum um litla húsið á sléttunni.
Úr þáttunum um litla húsið á sléttunni. Vísir/Getty
Samtökin ALSC, sem beita sér í þágu bókasafnsþjónustu við börn, hafa ákveðið að fjarlægja nafn rithöfundarins Laura Ingalls Wilder úr verðlaunum sem nefnd voru eftir henni. Verðlaunin hafa verið gefin árlega til höfunda sem hafa haft varanleg áhrif á barnabókasamfélagið. 

Wilder skrifaði bækurnar um húsið á sléttunni sem hafa notið vinsælda meðal margra kynslóða, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Meðal annars voru gerðir þættir eftir bókunum og eru þær löngu orðnar hluti af barnæsku margra sem ólust upp við að lesa bækurnar. 

Ástæða fyrir breytingu á nafni verðlaunanna mun vera sú að lýsingar Wilder á frumbyggjum Ameríku þykja ýta undir rasískar staðalímyndir og ekki vera í samræmi við raunveruleikann, en á meðal þess sem stendur í bókinni er: „Eini góði indjáninn er dauður indjáni.“

Samtökin segja lýsingarnar ekki vera í takt við gildi sín og því hafi þau komist að þessari niðurstöðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×