Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að tveir hundar hafi verið lausir við hús þar sem bréfberinn var að bera út. Stökk annar þeirra á hann og beit hann í magann.
„Maðurinn fékk sár eftir bitið og fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hefur verið gert viðvart um málið,“ segir í tilkynningunni.

