Innlent

Bændur beri ábyrgð sjálfir

Sveinn Arnarsson skrifar
Haraldur Benediktsson alþingismaður.
Haraldur Benediktsson alþingismaður.
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra er nú á ferð um landið til að ræða við sauðfjárbændur ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, formanni samninganefndar ríkisins, og Haraldi Benediktssyni, formanni samráðshóps, um endurskoðun búvörusamninga.

„Við getum sagt að sauðfjárræktin er í mikilli lægð. Það þarf að fara í frjálsa og opna skoðun á því hvernig hægt er að rífa þetta upp,“ segir Haraldur. „Það eru atriði sem þarf að ræða við bændur, eins og að breyta stuðningsfyrirkomulaginu […] og skapa afurðastöðvum hagstæðara umhverfi.“

Haraldur segir mikilvægt að breyta samningunum á þann hátt að allir hagnist.

„Það er krafa í samráðshópnum að styðja fyrst og fremst við framleiðslu á innanlandsmarkað. […] Bændur mega sprikla á erlendum mörkuðum gegn því að bera ábyrgðina sjálfir. Við verðum með umframkeyrslu og ákveðinn hluti fer erlendis en íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða aðeins kjöt fyrir innlendan markað,“ segir Haraldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×