Fótbolti

Inter setur Radja Nainggolan í bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hann vekur athygli hvert sem hann fer.
Hann vekur athygli hvert sem hann fer. vísir/getty
Það ætlar ekki að af glaumgosanum Radja Nainggolan að ganga en núverandi félag hans, Inter Milan, hefur nú sett hann í bann.

Þessi 30 ára gamli miðjumaður hefur oftar en ekki vakið mikla athygli þar sem hann hefur leikið en ástæða núverandi banns hefur ekki verið gefinn út.

Hann er sagður hafa brotið einhverjar reglur félagsins en ekki er sagt hversu langt bannið er. Félagið tilkynnti þetta í yfirlýsingu nú fyrr í dag.

Hann var setur í bann af fyrrverandi félaginu sínu, Roma, í janúar á þessu ári þar sem hann setti myndband af sér á netið drekkandi áfengi og reykjandi er hann fagnaði áramótunum.

Belgíski miðjumaðurinn var keyptur á 34 milljónir punda til Inter í sumar en hann var ekki í HM-hópi Belga í sumar. Hann tilkynnti eftir þær fregnir að hann myndi ekki spila fleiri landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×