Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2018 18:44 Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún. Neytendur Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún.
Neytendur Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira