Enski boltinn

Mourinho greiddi skattayfirvöldum á Spáni 255 milljónir króna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho opnaði veskið og þarf ekki að hafa áhyggjur af vandræðum á Spáni lengur.
Mourinho opnaði veskið og þarf ekki að hafa áhyggjur af vandræðum á Spáni lengur. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fer ekki í fangelsi á Spáni vegna skattalagabrota en þarf að greiða háa sekt og verður á skilorði.

Mourinho var sakaður um að hafa komið sér undan því að greiða 420 milljónir króna í skatta er hann var þjálfari Real Madrid á Spáni.

Málið hófst fyrir rúmu ári síðan. Mourinho neitaði því alltaf að hafa gert eitthvað af sér. Hann sagðist hafa greitt sína skatta. Engu að síður hefur hann samið við yfirvöld um að greiða 255 milljónir króna til þess að loka málinu. Hann þarf þess utan að halda skilorð í eitt ár.

Spænsk yfirvöld hafa á síðustu árum hjólað í stærstu stjörnur spænska boltans og komist að ýmsu misjöfnu. Bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þurftu einnig að borga háa sekt til þess að komast hjá fangelsisdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×