Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 19:15 Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46