Mótherji kvöldsins er ítalska félagið Napoli og aðeins tveggja marka sigur dugar Liverpool mönnum til ap komast upp fyrir Ítalana. Það má búast við að Paris Saint Germain tryggi sér hitt sætið með sigri á Rauðu stjörnunni á sama tíma.
Liverpool hefur búið sér til mikla sögu í Evrópukeppnum í gegnum tíðina og margir eftirminnilegir sigrar hafa unnið á Evrópukvöldum á Anfield í gegnum tíðina.
Á heimasíðu Liverpool í dag eru tíu eftirminnilegustu Evrópukvöldin á Anfield rifjuð upp.
A walk down memory lane as we look back at some of our best European nights at Anfield...
— Liverpool FC (@LFC) December 11, 2018
Nýjasta Evrópukvöldið á listanum er magnaður 3-0 sigur á þá yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar frá því í fyrra.
Mohamed Salah skoraði þá frysta markið áður en þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Sadio Mane bættu við mörkum. Liverpool vann líka seinni leikinn og komst alla leið í úrslitaleikinn.
One more game. One more chance. Another Anfield special. #WeAreLiverpoolpic.twitter.com/lVUAX0ref9
— Liverpool FC (@LFC) December 11, 2018
Á þessum fróðleg lista eru líka tveir sigurleikir á móti Chelsea, sigur á Real Madrid fyrir níu árum og siur á ítalska liðinu Internazionale Milan fyrir meira en hálfri öld síðan.
Eiður Smári Guðjohnsen kemur líka við sögu í umfjölluninni á heimasíðu Liverpool en hann fékk dauðafæri til að skjóta Liverpool út úr Meistaradeildinni árið 2005 en hitti ekki markið í dauðafæri.
Tíu eftirminnilegustu Evrópukvöldin á Anfield eru annars eftirtalin samkvæmt mati heimasíðu Liverpool.
1. Chelsea, 2005
2. Saint-Etienne, 1977
3. Inter Milan, 1965
4. Olympiacos, 2004
5. Bruges, 1976
6. Borussia Dortmund, 2016
7. Chelsea, 2007
8. Real Madrid, 2009
9. Manchester City, 2018
10. Borussia Moenchengladbach, 1973