„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 15:04 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sáttur við vinnubrögð við samgönguáætlun. vísir/vilhelm Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“ Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“
Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00