Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 11:03 Frá Vincennes-flóa á austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir þar þynnast nú hratt. Vísir/EPA Jöklar á austurhluta Suðurskautslandsins þynnast nú hraðar en vísindamenn höfðu gert sér í hugarlund. Greining á gervihnattamyndum sem teknar hafa verið af Suðurskautslandinu benda til þess að nokkrir skriðjöklar hafi þynnst um þrjá metra á einum áratug. Fram að þessu hefur verið talið að íshellan austanmegin á heimsálfunni væri stöðugari en vestanmegin þar sem ís hefur bráðnað hratt. Bráðnun á austanverðu Suðurskautslandinu hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar enda er ísinn sem þar er að finna á við fjóra Grænlandsjökla. Bráðnaði hann allur gæti sjávarstaðan á jörðinni hækkað um 28 metra að meðaltali. Gervihnattamyndir sem vísindamenn hafa unnið úr sýna að skriðjöklar á um einum áttunda hluta austurstrandlengjunnar þynnist og skríði hraðar fram en áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ástæðan er talin sú að hlýr djúpsjór kemst að jökulröndinni þar sem hún gengur út í hafið og bræðir ísinn að neðan. Djúpsjórinn vellur upp vegna breytingar á hafísnum og staðbundnum vindum.Kort af austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir fjórir í Vincennes-flóa eru rétt vestan við Totten-jökulinn, stærsta jökul austurhlutans.NASAÞynnist fimmfalt hraðar en áður Vísindamenn vissu fyrir að Totten-jökulinn á austanverðu Suðurskautslandinu væri viðkvæmur. Gervihnattamyndirnar sýna nú að jöklar í nágrenni hans séu einnig að bráðna hraðar. Ísinn í fjórum smærri jöklum við Vincennes-flóa þynnist nú fimmfalt hraðar en hann gerði árið 2008, um hálfan metra á ári. „Þeir skríða líka 3% hraðar fram en árið 2008 sem hljómar lítið en það er nægjanlegt til að breyta flæðinu sem kemur úr þessum jöklum vegna þess að þeir eru mjög djúpir,“ segir Catherine Walker frá Goddard-geimrannsóknastöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem leiddi hóp vísindamanna sem greindi gervihnattagögnin. Íshellan sem Totten- og Vincennes-jöklarnir flæða úr geymir nógu mikinn ís til að hækka yfirborð sjávar um níu metra, að því er segir í umfjöllun á vef vísindaritsins Nature. Walker og félagar lögðust yfir gervihnattamyndir sem teknar hafa verið frá árinu 2003. Með því að leggja þær saman fengu þau út þrívíða mynd af jöklunum. Þannig gátu þeir verið hversu mikið þykkt þeirra hefði breyst með tímanum. Gögn frá sjávarmælitækjum leiddu í ljós að sjórinn í kringum austanvert Suðurskautslandið byrjaði að hlýna í kringum árið 2010. Á sama tíma byrjuðu jöklarnir við Vicennes-flóa að þynnast.Þrátt fyrir fjarlægðina er það Suðurskautslandið sem gæti frekar hækkað sjávarstöðuna við Ísland en Grænlandsjökull.Vísir/GVAÍsland bundið af örlögum Suðurskautslandsins Þróun sjávarstöðu við Ísland ræðst að miklu leyti af bráðnun íssins á Suðurskautslandinu frekar en á Grænlandi. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í vor kom fram að hækkun sjávarstöðunnar við strendur landsins verði að líkindum minni en meðaltalið á heimsvísu. Ástæðan er bráðun Grænlandsjökuls. Íshellan er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna við hann. Þegar ísinn bráðnar slaknar á þyngdarsviðinu og yfirborð sjávar í nágrenni jökulsins lækkar. Veruleg óvissa var hins vegar sögð ríkja um þróun sjávarstöðunnar, aðallega vegna vafa um örlög íssins á Suðurskautslandinu. Vísindanefndin varaði við því að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland gæti orðið umtalsvert meiri. Hún gæti orðið tvöfalt meiri en núverandi spá gerir ráð fyrir verði hrun í jöklum á suðurhveli. Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Jöklar á austurhluta Suðurskautslandsins þynnast nú hraðar en vísindamenn höfðu gert sér í hugarlund. Greining á gervihnattamyndum sem teknar hafa verið af Suðurskautslandinu benda til þess að nokkrir skriðjöklar hafi þynnst um þrjá metra á einum áratug. Fram að þessu hefur verið talið að íshellan austanmegin á heimsálfunni væri stöðugari en vestanmegin þar sem ís hefur bráðnað hratt. Bráðnun á austanverðu Suðurskautslandinu hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar enda er ísinn sem þar er að finna á við fjóra Grænlandsjökla. Bráðnaði hann allur gæti sjávarstaðan á jörðinni hækkað um 28 metra að meðaltali. Gervihnattamyndir sem vísindamenn hafa unnið úr sýna að skriðjöklar á um einum áttunda hluta austurstrandlengjunnar þynnist og skríði hraðar fram en áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ástæðan er talin sú að hlýr djúpsjór kemst að jökulröndinni þar sem hún gengur út í hafið og bræðir ísinn að neðan. Djúpsjórinn vellur upp vegna breytingar á hafísnum og staðbundnum vindum.Kort af austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir fjórir í Vincennes-flóa eru rétt vestan við Totten-jökulinn, stærsta jökul austurhlutans.NASAÞynnist fimmfalt hraðar en áður Vísindamenn vissu fyrir að Totten-jökulinn á austanverðu Suðurskautslandinu væri viðkvæmur. Gervihnattamyndirnar sýna nú að jöklar í nágrenni hans séu einnig að bráðna hraðar. Ísinn í fjórum smærri jöklum við Vincennes-flóa þynnist nú fimmfalt hraðar en hann gerði árið 2008, um hálfan metra á ári. „Þeir skríða líka 3% hraðar fram en árið 2008 sem hljómar lítið en það er nægjanlegt til að breyta flæðinu sem kemur úr þessum jöklum vegna þess að þeir eru mjög djúpir,“ segir Catherine Walker frá Goddard-geimrannsóknastöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem leiddi hóp vísindamanna sem greindi gervihnattagögnin. Íshellan sem Totten- og Vincennes-jöklarnir flæða úr geymir nógu mikinn ís til að hækka yfirborð sjávar um níu metra, að því er segir í umfjöllun á vef vísindaritsins Nature. Walker og félagar lögðust yfir gervihnattamyndir sem teknar hafa verið frá árinu 2003. Með því að leggja þær saman fengu þau út þrívíða mynd af jöklunum. Þannig gátu þeir verið hversu mikið þykkt þeirra hefði breyst með tímanum. Gögn frá sjávarmælitækjum leiddu í ljós að sjórinn í kringum austanvert Suðurskautslandið byrjaði að hlýna í kringum árið 2010. Á sama tíma byrjuðu jöklarnir við Vicennes-flóa að þynnast.Þrátt fyrir fjarlægðina er það Suðurskautslandið sem gæti frekar hækkað sjávarstöðuna við Ísland en Grænlandsjökull.Vísir/GVAÍsland bundið af örlögum Suðurskautslandsins Þróun sjávarstöðu við Ísland ræðst að miklu leyti af bráðnun íssins á Suðurskautslandinu frekar en á Grænlandi. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í vor kom fram að hækkun sjávarstöðunnar við strendur landsins verði að líkindum minni en meðaltalið á heimsvísu. Ástæðan er bráðun Grænlandsjökuls. Íshellan er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna við hann. Þegar ísinn bráðnar slaknar á þyngdarsviðinu og yfirborð sjávar í nágrenni jökulsins lækkar. Veruleg óvissa var hins vegar sögð ríkja um þróun sjávarstöðunnar, aðallega vegna vafa um örlög íssins á Suðurskautslandinu. Vísindanefndin varaði við því að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland gæti orðið umtalsvert meiri. Hún gæti orðið tvöfalt meiri en núverandi spá gerir ráð fyrir verði hrun í jöklum á suðurhveli.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15