Má ekkert lengur!? Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar