Í Reykjavík: Val um tvær stefnur Vésteinn Valgarðsson skrifar 11. maí 2018 09:54 Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun