Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag.

Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Í fréttunum sýnum við líka frá komu flóttamanna frá Írak til Íslands í dag og greinum frá nýjustu vendingum í kjaramálum.

Þá fjöllum við um ástandið í Sýrlandi, en árásir á almenna borgara halda áfram þrátt fyrir vopnahlé og samkvæmt nýrri skýrslu sem kynnt var í dag hafa hjálparstarfsmenn í landinu nýtt stöðu sína til að níðast kynferðislega á fólki í neyð. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×