Milljónir í bætur eftir tvö föll í röð við innsiglingu í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 18:43 Hríseyjarferjan Sævar. Vísir/ Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrísey Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrísey Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira