Fótbolti

Neville: Lucy getur spilað með körlum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lucy Bronze tekur innkast.
Lucy Bronze tekur innkast. vísir/getty
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, telur að Lucy Bronze, hægri bakvörður enska liðsins, gæti spilað í karlaboltanum því hún er svo öflug.

Bronze er einn af betri leikmönnum heims í dag og stendur vaktina í varnarlínu besta félagsliðs heims, Lyon frá Frakklandi, sem vann Meistaradeildina á dögunum.

Hún er fyrirliði enska liðsins sem er við toppinn á heimslistanum en hún var fyrr á þessu ári kjörin besti fótboltamaður Bretlands í kvennaflokki í árlegu kjöri BBC.

„Hún er algjörlega mögnuð. Ég segi alltaf við fólk að ég tel að hún gæti spilað með körlunum því hún er svo rosalega góð,“ segir Neville en enska liðið mætir því rússneska í undankeppni HM á föstudaginn.

„Það var alveg frábært fyrir hana að fara til Lyon og æfa með mörgum af bestu leikmönnum heims. Það er bara búið að gera hana enn þá betri,“ segir Phil Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×