Kolbeinn: Er ekki þannig gerður að tala illa um aðra í fjölmiðlum Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 8. október 2018 20:54 Kolbeinn er kátur í góðra félaga hópi í Saint-Brieuc. S2 Sport Kolbeinn Sigþórsson er himilifandi að vera kominn til móts við íslenska landsliðið en hann er alveg út í kuldanum hjá félagi sínu, Nantes. „Það er heldur betur gott fyrir mig að komast hingað til móts við landsliðið. Það er skrítin staða hjá mér hjá félaginu og fá tækifæri. Það er því frábært fyrir mig að koma hingað,“ segir Kolbeinn er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í Saint-Brieuc í kvöld. Hann bætir við að það lyfti andanum fyrir sig að koma og hitta strákana í liðinu. „Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Það lyftir andanum sérstaklega hjá mér þar sem ég hef ekki fengið nein tækifæri.“ Þó svo Kolbeinn sé líkamlega heill heilsu þá fær hann engin tækifæri hjá Nantes og er ekki einu sinni að æfa með aðalliðinu. „Ég er ekki í toppstandi en þó í góðu standi þó svo ég sé ekki í leikformi. Mér líður mjög vel og hef ekki verið að lenda í neinu bakslagi með mín meiðsli. Ég er búinn að vera alveg heill síðan í apríl.“ Forseti Nantes vandaði Kolbeini ekki kveðjurnar á dögunum og sagði meðal annars að Kolbeinn væri ekki góður liðsfélagi. Landsliðsmaðurinn segir að vel sé komið fram við sig fyrir utan forsetann. „Ég finn bara neikvæðni frá honum. Ég vil samt ekkert vera að ræða í fjölmiðlum hvað hann er að segja. Ég er ekki þannig gerður að tala illa um aðra í fjölmiðlum,“ segir framherjinn en hann vonast til þess að fá lausn sinna mála fyrr frekar en síðar. „Vonandi leysist þessi staða sem fyrst. Ég þarf að byrja að spila. Vonandi fæ ég einhver svör í þessum mánuði hvert framhaldið verði. Hvort ég fari í janúar eða fái leyfi til þess að æfa með aðalliðinu. „Það fer eftir ýmsu hvort ég losni í janúar. Í fyrsta lagi þarf lið að sýna mér áhuga sem ég hef líka áhuga á. Svo þarf ég að fá leyfi frá klúbbnum til þess að fara. Það verður að koma í ljós hvort ég fái það leyfi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48 Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja. 6. september 2018 12:41 Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30 Fyrsti leikur Kolbeins i tæp tvö ár Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu er Nantes vann 2-0 sigur á Angers á útivelli í frönsku knattspyrnunni í dag. 12. maí 2018 21:15 Kolbeinn: Búinn að bíða eftir þessu í tvö ár Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:07 Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45 Forseti Nantes harðorður í garð Kolbeins: Hann er ekki góður liðsfélagi Forseti franska liðsins Nantes, Waldemar Kita, fer ekki fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn var á sölulista hjá félaginu í sumar. 5. september 2018 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er himilifandi að vera kominn til móts við íslenska landsliðið en hann er alveg út í kuldanum hjá félagi sínu, Nantes. „Það er heldur betur gott fyrir mig að komast hingað til móts við landsliðið. Það er skrítin staða hjá mér hjá félaginu og fá tækifæri. Það er því frábært fyrir mig að koma hingað,“ segir Kolbeinn er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í Saint-Brieuc í kvöld. Hann bætir við að það lyfti andanum fyrir sig að koma og hitta strákana í liðinu. „Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Það lyftir andanum sérstaklega hjá mér þar sem ég hef ekki fengið nein tækifæri.“ Þó svo Kolbeinn sé líkamlega heill heilsu þá fær hann engin tækifæri hjá Nantes og er ekki einu sinni að æfa með aðalliðinu. „Ég er ekki í toppstandi en þó í góðu standi þó svo ég sé ekki í leikformi. Mér líður mjög vel og hef ekki verið að lenda í neinu bakslagi með mín meiðsli. Ég er búinn að vera alveg heill síðan í apríl.“ Forseti Nantes vandaði Kolbeini ekki kveðjurnar á dögunum og sagði meðal annars að Kolbeinn væri ekki góður liðsfélagi. Landsliðsmaðurinn segir að vel sé komið fram við sig fyrir utan forsetann. „Ég finn bara neikvæðni frá honum. Ég vil samt ekkert vera að ræða í fjölmiðlum hvað hann er að segja. Ég er ekki þannig gerður að tala illa um aðra í fjölmiðlum,“ segir framherjinn en hann vonast til þess að fá lausn sinna mála fyrr frekar en síðar. „Vonandi leysist þessi staða sem fyrst. Ég þarf að byrja að spila. Vonandi fæ ég einhver svör í þessum mánuði hvert framhaldið verði. Hvort ég fari í janúar eða fái leyfi til þess að æfa með aðalliðinu. „Það fer eftir ýmsu hvort ég losni í janúar. Í fyrsta lagi þarf lið að sýna mér áhuga sem ég hef líka áhuga á. Svo þarf ég að fá leyfi frá klúbbnum til þess að fara. Það verður að koma í ljós hvort ég fái það leyfi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48 Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja. 6. september 2018 12:41 Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30 Fyrsti leikur Kolbeins i tæp tvö ár Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu er Nantes vann 2-0 sigur á Angers á útivelli í frönsku knattspyrnunni í dag. 12. maí 2018 21:15 Kolbeinn: Búinn að bíða eftir þessu í tvö ár Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:07 Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45 Forseti Nantes harðorður í garð Kolbeins: Hann er ekki góður liðsfélagi Forseti franska liðsins Nantes, Waldemar Kita, fer ekki fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn var á sölulista hjá félaginu í sumar. 5. september 2018 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48
Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja. 6. september 2018 12:41
Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30
Fyrsti leikur Kolbeins i tæp tvö ár Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu er Nantes vann 2-0 sigur á Angers á útivelli í frönsku knattspyrnunni í dag. 12. maí 2018 21:15
Kolbeinn: Búinn að bíða eftir þessu í tvö ár Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:07
Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45
Forseti Nantes harðorður í garð Kolbeins: Hann er ekki góður liðsfélagi Forseti franska liðsins Nantes, Waldemar Kita, fer ekki fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn var á sölulista hjá félaginu í sumar. 5. september 2018 19:00