Kolbeinn: Er ekki þannig gerður að tala illa um aðra í fjölmiðlum Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 8. október 2018 20:54 Kolbeinn er kátur í góðra félaga hópi í Saint-Brieuc. S2 Sport Kolbeinn Sigþórsson er himilifandi að vera kominn til móts við íslenska landsliðið en hann er alveg út í kuldanum hjá félagi sínu, Nantes. „Það er heldur betur gott fyrir mig að komast hingað til móts við landsliðið. Það er skrítin staða hjá mér hjá félaginu og fá tækifæri. Það er því frábært fyrir mig að koma hingað,“ segir Kolbeinn er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í Saint-Brieuc í kvöld. Hann bætir við að það lyfti andanum fyrir sig að koma og hitta strákana í liðinu. „Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Það lyftir andanum sérstaklega hjá mér þar sem ég hef ekki fengið nein tækifæri.“ Þó svo Kolbeinn sé líkamlega heill heilsu þá fær hann engin tækifæri hjá Nantes og er ekki einu sinni að æfa með aðalliðinu. „Ég er ekki í toppstandi en þó í góðu standi þó svo ég sé ekki í leikformi. Mér líður mjög vel og hef ekki verið að lenda í neinu bakslagi með mín meiðsli. Ég er búinn að vera alveg heill síðan í apríl.“ Forseti Nantes vandaði Kolbeini ekki kveðjurnar á dögunum og sagði meðal annars að Kolbeinn væri ekki góður liðsfélagi. Landsliðsmaðurinn segir að vel sé komið fram við sig fyrir utan forsetann. „Ég finn bara neikvæðni frá honum. Ég vil samt ekkert vera að ræða í fjölmiðlum hvað hann er að segja. Ég er ekki þannig gerður að tala illa um aðra í fjölmiðlum,“ segir framherjinn en hann vonast til þess að fá lausn sinna mála fyrr frekar en síðar. „Vonandi leysist þessi staða sem fyrst. Ég þarf að byrja að spila. Vonandi fæ ég einhver svör í þessum mánuði hvert framhaldið verði. Hvort ég fari í janúar eða fái leyfi til þess að æfa með aðalliðinu. „Það fer eftir ýmsu hvort ég losni í janúar. Í fyrsta lagi þarf lið að sýna mér áhuga sem ég hef líka áhuga á. Svo þarf ég að fá leyfi frá klúbbnum til þess að fara. Það verður að koma í ljós hvort ég fái það leyfi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48 Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja. 6. september 2018 12:41 Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30 Fyrsti leikur Kolbeins i tæp tvö ár Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu er Nantes vann 2-0 sigur á Angers á útivelli í frönsku knattspyrnunni í dag. 12. maí 2018 21:15 Kolbeinn: Búinn að bíða eftir þessu í tvö ár Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:07 Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45 Forseti Nantes harðorður í garð Kolbeins: Hann er ekki góður liðsfélagi Forseti franska liðsins Nantes, Waldemar Kita, fer ekki fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn var á sölulista hjá félaginu í sumar. 5. september 2018 19:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er himilifandi að vera kominn til móts við íslenska landsliðið en hann er alveg út í kuldanum hjá félagi sínu, Nantes. „Það er heldur betur gott fyrir mig að komast hingað til móts við landsliðið. Það er skrítin staða hjá mér hjá félaginu og fá tækifæri. Það er því frábært fyrir mig að koma hingað,“ segir Kolbeinn er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í Saint-Brieuc í kvöld. Hann bætir við að það lyfti andanum fyrir sig að koma og hitta strákana í liðinu. „Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Það lyftir andanum sérstaklega hjá mér þar sem ég hef ekki fengið nein tækifæri.“ Þó svo Kolbeinn sé líkamlega heill heilsu þá fær hann engin tækifæri hjá Nantes og er ekki einu sinni að æfa með aðalliðinu. „Ég er ekki í toppstandi en þó í góðu standi þó svo ég sé ekki í leikformi. Mér líður mjög vel og hef ekki verið að lenda í neinu bakslagi með mín meiðsli. Ég er búinn að vera alveg heill síðan í apríl.“ Forseti Nantes vandaði Kolbeini ekki kveðjurnar á dögunum og sagði meðal annars að Kolbeinn væri ekki góður liðsfélagi. Landsliðsmaðurinn segir að vel sé komið fram við sig fyrir utan forsetann. „Ég finn bara neikvæðni frá honum. Ég vil samt ekkert vera að ræða í fjölmiðlum hvað hann er að segja. Ég er ekki þannig gerður að tala illa um aðra í fjölmiðlum,“ segir framherjinn en hann vonast til þess að fá lausn sinna mála fyrr frekar en síðar. „Vonandi leysist þessi staða sem fyrst. Ég þarf að byrja að spila. Vonandi fæ ég einhver svör í þessum mánuði hvert framhaldið verði. Hvort ég fari í janúar eða fái leyfi til þess að æfa með aðalliðinu. „Það fer eftir ýmsu hvort ég losni í janúar. Í fyrsta lagi þarf lið að sýna mér áhuga sem ég hef líka áhuga á. Svo þarf ég að fá leyfi frá klúbbnum til þess að fara. Það verður að koma í ljós hvort ég fái það leyfi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48 Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja. 6. september 2018 12:41 Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30 Fyrsti leikur Kolbeins i tæp tvö ár Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu er Nantes vann 2-0 sigur á Angers á útivelli í frönsku knattspyrnunni í dag. 12. maí 2018 21:15 Kolbeinn: Búinn að bíða eftir þessu í tvö ár Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:07 Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45 Forseti Nantes harðorður í garð Kolbeins: Hann er ekki góður liðsfélagi Forseti franska liðsins Nantes, Waldemar Kita, fer ekki fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn var á sölulista hjá félaginu í sumar. 5. september 2018 19:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48
Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja. 6. september 2018 12:41
Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30
Fyrsti leikur Kolbeins i tæp tvö ár Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu er Nantes vann 2-0 sigur á Angers á útivelli í frönsku knattspyrnunni í dag. 12. maí 2018 21:15
Kolbeinn: Búinn að bíða eftir þessu í tvö ár Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:07
Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. 3. september 2018 19:45
Forseti Nantes harðorður í garð Kolbeins: Hann er ekki góður liðsfélagi Forseti franska liðsins Nantes, Waldemar Kita, fer ekki fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn var á sölulista hjá félaginu í sumar. 5. september 2018 19:00