Courtois: Skemmtilegt að heyra víkingaklappið Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:17 Thibaut Courtois átti náðugan dag í marki Belga í kvöld. Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00
Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17