Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 29. desember 2018 13:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna Brexit. EPA/ Luke MacGregor Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15