Enski boltinn

Liverpool og New Balance í viðræðum um stærsta samning ensku úrvalsdeildarinnar

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Treyjur Liverpool koma frá New Balance
Treyjur Liverpool koma frá New Balance vísir/getty
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar Liverpool og bandaríski íþróttavöruframleiðandinn New Balance eru í viðræðum um nýjan samning sín á milli, sem yrði sá stærsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.



Liverpool hefur leikið í treyjum frá New Balance frá tímabilinu 2015-16. Fyrstu árin fékk Liverpool 25 milljónir punda á ári fyrir samninginn en sú upphæð hefur síðan hækkað upp í 45 milljónir punda á ári.



Núverandi samningur gildir til ársins 2020 en viðræður um nýjan samning eru hafnar.



Heimildir enskra miðla herma að þetta yrði stærsti treyjusamningur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester United á núverandi met.



Erkifjendur Liverpool, Manchester United léku lengi vel í treyjum frá Nike en skiptu yfir í Adidas, en samningur félagsins við Adidas er sá stærsti í ensku úrvalsdeildinni.



Fyrir samninginn fær Manchester United 75 milljónir punda á ári. Nýr samningur Liverpool og New Balance yrði því stærri en samningur Manchester United og Adidas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×