Um 30 einstaklingar missa störf sín hjá Actavis vegna skipulagsbreytinga. Þetta staðfestir fyrirtækið í samskiptum sínum við fréttastofu.
Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Þessar skipulagsbreytingar eru liður í endurskipulagningu á rekstri félagsins á heimsvísu.
Mislangan tíma tekur að flytja verkefni eða finna þeim nýjan farveg og taka breytingarnar gildi í áföngum fram á haust en félagið býst við að síðustu uppsagnir vegna þessarar endurskipulagningar verði í nóvember.
Að loknum þessum breytingum verða um 40 manns enn starfandi við lyfjaskráningu hér á landi á vegum félagsins, að mestu vegna starfsemi Medis. Flestir þeirra tæplega 300 starfsmanna Actavis hér á landi vinna við lyfjaþróun og hjá Medis, sem selur lyf- og lyfjahugvit félagsins til annarra lyfjafyrirtækja.
Stjarnan
KR