Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 12:16 Gjaldtaka við bílastæðin hófst í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Andri Marinó. Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að stöðva gjaldtöku Isavia á bílastæðum fyrir hópferðafyrirtæki sem aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Gjaldtakan tók gildi þann 1. mars 2018, í framhaldi af útboði og samningum um nýtingu tveggja hópferðafyrirtækja á stæðum við flugstöðvarbygginguna. Það var ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line sem sendi Samkeppniseftirlitinu kæru þar sem fyrirtækið taldi Isavia misnota markaðsráðandi stöðu sína með gjaldtökunni. Fyrirtækið sagði gjaldtökuna vera „ofurgjaldtöku.“ Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að skilyrði bráðabirgðaákvörðunar sé fyrir hendi. Þannig telji eftirlitið sennilegt að Isavia „hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu við gjaldtöku fyrir notkun á fjarstæðum. Jafnframt mismuni Isavia viðskiptavinum í verðlagningu og skilmálum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að bið eftir endanlegri ákvörðun getið skaðað samkeppni. Verði ekkert að gert muni gjaldtaka Isavia á fjarstæðum hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstur fyrirtækja sem nýta þurfi fjarstæðin. Þá liggur fyrir að gjöld vegna stæðanna munu að óbreyttu hækka verulega þann 1. september nk., en þá verður svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili felldur niður. Samkeppniseftirlitið telur því að skilyrði fyrir töku bráðabirgðaákvörðunar séu fyrir hendi. Í henni felst að umrædd gjaldtaka er stöðvuð tímabundið. Gildir bráðabirgðaákvörðunin til 31. desember 2018. Samhliða hefur Samkeppniseftirlitið sent Isavia andmælaskjal þar sem nánar er gerð grein fyrir frumniðurstöðum eftirlitsins vegna rannsóknarinnar og félaginu gefinn kostur á að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri áður en endanleg ákvörðun verður tekin í málinum,“ að því er segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Isavia endurgreiðir ef gjaldtaka er samkeppnislagabrot Félagið hóf að taka gjald fyrir hópferðabílastæði við Leifsstöð í dag. 1. mars 2018 21:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að stöðva gjaldtöku Isavia á bílastæðum fyrir hópferðafyrirtæki sem aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Gjaldtakan tók gildi þann 1. mars 2018, í framhaldi af útboði og samningum um nýtingu tveggja hópferðafyrirtækja á stæðum við flugstöðvarbygginguna. Það var ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line sem sendi Samkeppniseftirlitinu kæru þar sem fyrirtækið taldi Isavia misnota markaðsráðandi stöðu sína með gjaldtökunni. Fyrirtækið sagði gjaldtökuna vera „ofurgjaldtöku.“ Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að skilyrði bráðabirgðaákvörðunar sé fyrir hendi. Þannig telji eftirlitið sennilegt að Isavia „hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu við gjaldtöku fyrir notkun á fjarstæðum. Jafnframt mismuni Isavia viðskiptavinum í verðlagningu og skilmálum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að bið eftir endanlegri ákvörðun getið skaðað samkeppni. Verði ekkert að gert muni gjaldtaka Isavia á fjarstæðum hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstur fyrirtækja sem nýta þurfi fjarstæðin. Þá liggur fyrir að gjöld vegna stæðanna munu að óbreyttu hækka verulega þann 1. september nk., en þá verður svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili felldur niður. Samkeppniseftirlitið telur því að skilyrði fyrir töku bráðabirgðaákvörðunar séu fyrir hendi. Í henni felst að umrædd gjaldtaka er stöðvuð tímabundið. Gildir bráðabirgðaákvörðunin til 31. desember 2018. Samhliða hefur Samkeppniseftirlitið sent Isavia andmælaskjal þar sem nánar er gerð grein fyrir frumniðurstöðum eftirlitsins vegna rannsóknarinnar og félaginu gefinn kostur á að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri áður en endanleg ákvörðun verður tekin í málinum,“ að því er segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Isavia endurgreiðir ef gjaldtaka er samkeppnislagabrot Félagið hóf að taka gjald fyrir hópferðabílastæði við Leifsstöð í dag. 1. mars 2018 21:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45
Isavia endurgreiðir ef gjaldtaka er samkeppnislagabrot Félagið hóf að taka gjald fyrir hópferðabílastæði við Leifsstöð í dag. 1. mars 2018 21:00
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06