Grafarþögn í Kópavogi Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. júní 2018 20:00 Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri. Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri.
Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira