Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júní 2018 10:00 Tólfan á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira