Innlent

Rannsaka hvort kviknað hafi í út frá flugeldum í Stardal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristján Ólafur segir að enginn hafi gefið sig fram eftir að lögreglan lýsti eftir vitnum í gær og málið sé enn í rannsókn.
Kristján Ólafur segir að enginn hafi gefið sig fram eftir að lögreglan lýsti eftir vitnum í gær og málið sé enn í rannsókn. Vísir/Böddi
Eldsupptök eru ókunn við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsbæ en rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort kviknað hafi í út frá flugeldum sem fundust á vettvangi. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn málsins.

Lögreglan óskaði í gær eftir vitnum að mannaferðum við bæinn en íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun.

Kristján Ólafur segir að enginn hafi gefið sig fram eftir að lögreglan lýsti eftir vitnum í gær og málið sé enn í rannsókn. Þannig er það til skoðunar hjá lögreglu hvort eitthvað myndefni sé til úr öryggismyndavélum sem nýst geta við rannsókn málsins.

Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma þegar eldurinn kviknaði á laugardagsmorgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×