Björn vill fá Frosta sem leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2018 10:59 Leiðtogakrísa Sjálfsstæðismanna í Reykjavík er orðin slík að Björn Bjarnason vill nú fá Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, í oddvitasætið. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, leggur það til málanna varðandi þetta sem margur vill meina að sé leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í borginni, að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, bjóði sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta kemur fram í pistli sem Björn birtir nýverið á heimasíðu sinni. Vissulega óvænt útspil en ástæðan fyrir hrifningu Björns á Frosta eru sjónarmið sem sá síðarnefndi hefur haft uppi varðandi borgarlínuna, sem er eitur í beinum Björns: „Óhjákvæmilega verður tekist á um ólík sjónarmið vegna borgarlínu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frosti reifar skoðun sem á mikið erindi inn í umræðurnar. Hann ætti að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík og láta reyna á stuðning þeirra sem þar kjósa við sjónarmið sitt.“ Björn vitnar í Pál Vilhjálmsson bloggara og kennara með þetta sem segir á sinni síðu: „Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrum þingmaður er maðurinn til að stöðva borgarlínuna. Hann þarf að verða borgarstjóri.“Leiðtogakrísa SjálfstæðisflokksinsBirni sem áður segir ekki áfram um borgarlínu og vitnar til Frosta með það: „Frosti minnir á að nú séu aðeins 4% ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar í strætó en til að reikningsdæmið sem talsmenn borgarlínu gefa sér þurfi þetta hlutfall að þrefaldast í 12%. Gerist þetta ekki blasir við milljarða tap á borgarlínunni ár hvert.“ Stöð 2 gerði á sínum tíma skilmerkilega grein fyrir sjónarmiðum Frosta í þessum efnum. En, víst er að allnokkur titringur er í röðum Sjálfstæðismanna varðandi komandi borgarstjórnarkosningar sem meðal annars lýsir sér í þessu; að Björn Bjarnason er farinn að lita til annarra flokka eftir kandídötum.Unni Brá brá þegar hún sá frétt Hringbrautar, segir hana lygi og uppspuna frá rótum.Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, hefur sett fram þá hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sem stefnu í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða 28. maí næstkomandi, að komist flokkurinn til áhrifa verði starf borgarstjóra auglýst til umsóknar. Hann er orðinn úrkula vonar um að leiðtogi sem rífur upp fylgi síns flokks finnist. Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það skjóta skökku við vegna þess að um sé að ræða pólitíska stöðu öfugt við það þegar um smærri sveitarfélög er að ræða.Dularfull frétt Hringbrautar og Unnur BráÞannig er komin upp leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í Reykjavík enn og aftur. Þeir sem vilja bjóða sig fram til þess að leiða lista eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Þetta þarf að liggja fyrir 10. þessa mánaðar, sem er eftir tvo daga. Fréttablaðið fjallaði nýverið um störukeppni í Valhöll.Dularfull frétt leit svo dagsins ljós á Hringbraut í gær, eftir Róbert Trausta Árnason fréttastjóra Hringbrautar, þar sem segir að af leynilegri skoðanakönnun sem á að hafa verið gerð á vegum Sjálfstæðisflokksins, sem sýnir skelfilega stöðu flokksins í borginni. Þar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einungis mældist með 16 prósent og 4 fulltrúa af 23. „Dagur B. og Samfylkingin njóta yfirburðastöðu. Eru með 28% og 7 menn, Viðreisn 15% og 4 fulltrúa, VG 12% og 3, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins með 8% hvor og 2 menn. Píratar eru með tæp 6% og 1 mann. Framsókn geldur afhroð samkvæmt þessari könnun, fær 2% og engan borgarfulltrúa. Önnur framboð fá samtals 4% og koma engum að.“ Vissulega athyglisverðar tölur en þeim verður að taka með fyrirvara. Þannig segir jafnframt að Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti alþingis sem orðuð hefur verið við oddvitastöðuna, hafi fengið skell í hinni leynilegu könnun. Sem svo leiddi til þess að hún gaf alfarið frá sér að taka slaginn. Unnur Brá hins vegar vísar þessari frétt Hringbrautar alfarið á bug sem lygi og stjarnfræðilegri vitleysu – hún hafi enga skoðanakönun séð af þessu tagi. Vísir skaut fyrirspurn á fréttastjóra Hringbrautar, Róbert Trausta Árnason vegna þessa, en þegar þetta er ritað hafa engin svör borist. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af leiðtogakreppu í borginni. 4. janúar 2018 14:42 Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6. janúar 2018 11:51 Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna er efins um að leiðtogaprófkjör muni skila flokknum sterkri forystu. 7. janúar 2018 20:00 Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, leggur það til málanna varðandi þetta sem margur vill meina að sé leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í borginni, að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, bjóði sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta kemur fram í pistli sem Björn birtir nýverið á heimasíðu sinni. Vissulega óvænt útspil en ástæðan fyrir hrifningu Björns á Frosta eru sjónarmið sem sá síðarnefndi hefur haft uppi varðandi borgarlínuna, sem er eitur í beinum Björns: „Óhjákvæmilega verður tekist á um ólík sjónarmið vegna borgarlínu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frosti reifar skoðun sem á mikið erindi inn í umræðurnar. Hann ætti að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík og láta reyna á stuðning þeirra sem þar kjósa við sjónarmið sitt.“ Björn vitnar í Pál Vilhjálmsson bloggara og kennara með þetta sem segir á sinni síðu: „Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrum þingmaður er maðurinn til að stöðva borgarlínuna. Hann þarf að verða borgarstjóri.“Leiðtogakrísa SjálfstæðisflokksinsBirni sem áður segir ekki áfram um borgarlínu og vitnar til Frosta með það: „Frosti minnir á að nú séu aðeins 4% ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar í strætó en til að reikningsdæmið sem talsmenn borgarlínu gefa sér þurfi þetta hlutfall að þrefaldast í 12%. Gerist þetta ekki blasir við milljarða tap á borgarlínunni ár hvert.“ Stöð 2 gerði á sínum tíma skilmerkilega grein fyrir sjónarmiðum Frosta í þessum efnum. En, víst er að allnokkur titringur er í röðum Sjálfstæðismanna varðandi komandi borgarstjórnarkosningar sem meðal annars lýsir sér í þessu; að Björn Bjarnason er farinn að lita til annarra flokka eftir kandídötum.Unni Brá brá þegar hún sá frétt Hringbrautar, segir hana lygi og uppspuna frá rótum.Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, hefur sett fram þá hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sem stefnu í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða 28. maí næstkomandi, að komist flokkurinn til áhrifa verði starf borgarstjóra auglýst til umsóknar. Hann er orðinn úrkula vonar um að leiðtogi sem rífur upp fylgi síns flokks finnist. Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það skjóta skökku við vegna þess að um sé að ræða pólitíska stöðu öfugt við það þegar um smærri sveitarfélög er að ræða.Dularfull frétt Hringbrautar og Unnur BráÞannig er komin upp leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í Reykjavík enn og aftur. Þeir sem vilja bjóða sig fram til þess að leiða lista eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Þetta þarf að liggja fyrir 10. þessa mánaðar, sem er eftir tvo daga. Fréttablaðið fjallaði nýverið um störukeppni í Valhöll.Dularfull frétt leit svo dagsins ljós á Hringbraut í gær, eftir Róbert Trausta Árnason fréttastjóra Hringbrautar, þar sem segir að af leynilegri skoðanakönnun sem á að hafa verið gerð á vegum Sjálfstæðisflokksins, sem sýnir skelfilega stöðu flokksins í borginni. Þar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einungis mældist með 16 prósent og 4 fulltrúa af 23. „Dagur B. og Samfylkingin njóta yfirburðastöðu. Eru með 28% og 7 menn, Viðreisn 15% og 4 fulltrúa, VG 12% og 3, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins með 8% hvor og 2 menn. Píratar eru með tæp 6% og 1 mann. Framsókn geldur afhroð samkvæmt þessari könnun, fær 2% og engan borgarfulltrúa. Önnur framboð fá samtals 4% og koma engum að.“ Vissulega athyglisverðar tölur en þeim verður að taka með fyrirvara. Þannig segir jafnframt að Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti alþingis sem orðuð hefur verið við oddvitastöðuna, hafi fengið skell í hinni leynilegu könnun. Sem svo leiddi til þess að hún gaf alfarið frá sér að taka slaginn. Unnur Brá hins vegar vísar þessari frétt Hringbrautar alfarið á bug sem lygi og stjarnfræðilegri vitleysu – hún hafi enga skoðanakönun séð af þessu tagi. Vísir skaut fyrirspurn á fréttastjóra Hringbrautar, Róbert Trausta Árnason vegna þessa, en þegar þetta er ritað hafa engin svör borist.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af leiðtogakreppu í borginni. 4. janúar 2018 14:42 Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6. janúar 2018 11:51 Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna er efins um að leiðtogaprófkjör muni skila flokknum sterkri forystu. 7. janúar 2018 20:00 Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af leiðtogakreppu í borginni. 4. janúar 2018 14:42
Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6. janúar 2018 11:51
Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna er efins um að leiðtogaprófkjör muni skila flokknum sterkri forystu. 7. janúar 2018 20:00
Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00