Erlent

Fulltrúar Kóreuríkjanna funda í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Viðræðurnar munu fara fram í Friðarhúsinu svokallaða í Panmunjom.
Viðræðurnar munu fara fram í Friðarhúsinu svokallaða í Panmunjom. Vísir/AFP
Norður-Kóreumenn hafa samþykkt að eiga fund með suður-kóreskum embættismönnum í næstu viku um það hvort norðanmenn ætli að taka þátt á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í suður-kóresku borginni PyeongChang í næsta mánuði.

BBC greinir frá málinu. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, sagði á dögunum að það gæti verið góð hugmynd að senda lið til keppni til að sýna samstöðuhug norðanmanna.

Fundur embættismannanna verður haldinn í Panmunjom á landamærum ríkjanna næstkomandi þriðjudag. Verður þetta fyrsti fundur fulltrúa ríkjanna frá árinu 2015.

Gríðarleg spenna hefur verið á Kóreuskaga undanfarið vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu en síðustu daga hefur örlítil þíða komið í samskipti suðurs og norðurs.

Þannig hefur aftur verið tengd neyðarlína á milli stjórnvalda í nágrannalöndunum tveimur, en slík lína hefur ekki verið tengd í tvö ár eftir að Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar.


Tengdar fréttir

Neyðarlínan tengd á ný í Kóreu

Í fyrsta sinn í tvö ár hefur beinum samskiptum verið komið á milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Greina mátti sáttatón í nýárs­ávarpi Kim Jong-un en Moon Jae-in fagnar tengingu neyðarlínunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×