Fótbolti

Salah bestur í Afríku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mohamed Salah er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 17 mörk.
Mohamed Salah er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 17 mörk. vísir/getty
Mohamed Salah var valinn besti leikmaður Afríku á hófi afríska knattspyrnusambandsins í gærkvöld.

Salah var keyptur til Liverpool í sumar og hefur nú þegar skorað 17 mörk fyrir félagið.

Hann var lykilmaður í liði Egyptalands sem tryggði sér sæti í lokakeppni HM og komst í úrslit Afríkubikarsins.

Salah hafði betur gegn liðsfélaga sínum Sadio Mane og framherja Borussia Dortmund, Pierre-Emerick Aubameyang.

„Það er draumi líkast að vinna þessi verðlaun. 2017 var ótrúlegt ár,“ sagði Salah eftir að kjörið var kunngjört, en hann og Mane voru báðir viðstaddir verðlaunaafhendinguna, þrátt fyrir að eiga leik gegn Everton í ensku bikarkeppninni í kvöld.

„Ég vil tileinka þessi verðlaun öllum börnum í Afríku og Egyptalandi og segja við þau; haldið áfram að láta ykkur dreyma og ekki missa trúna,“ sagði Mohamed Salah.


Tengdar fréttir

Salah og Mane á leið til Afríku

Mohamed Salah og Sadio Mane verða í Afríku aðeins sólarhring áður en þeir eiga spila með Liverpool gegn Everton í enska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×