Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2018 15:56 Tjónið er tilfinnanlegt en ekki bara er pelsinn verðmætur sem slíkur heldur hvarf með honum sími og hús- og bíllyklar. Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira