Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. janúar 2018 08:45 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira