„Í fótboltanum gekk lítið upp, mikil meiðsl og veikindi og svo auðvitað pungsparkið fræga,“ skrifar Garðar og vísar þar í erfið meiðsl sem hann glímdi við á árinu. Í sumar gekkst hann undir aðgerð á pung vegna höggs sem hann fékk í bikarleik ÍA gegn Leikni. Garðar greindi frá öllu ferlinu á Instagram og vakti umfjöllunin mikla athygli.
„En sparkið virðist ekki hafa haft áhrif því það er von á fjölgun í Garðarsson/dóttir-fjölskyldunni árið 2018,“ skrifar Garðar.
Sjá einnig: Garðar um pungsparkið: „Ég á nóg af börnum"
Nokkur aldursmunur er á hinum verðandi foreldrum en Garðar er fæddur árið 1983 og verður því 35 ára á árinu. Fanney, sem var valin Miss Talent Iceland í Ungfrú Ísland-keppninni sem haldin var í ágúst síðastliðnum, mun svo fagna tvítugsafmæli sínu á nýju ári. Því munar 15 árum á parinu.
Færslu Garðars má lesa hér að neðan.