Biðja Trump og ESB að koma sér til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2018 15:29 Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna. Vísir/AFP Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira