Íranska skipið Sanchi lekur olíu í tonnavís Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. janúar 2018 07:00 Olíulekinn á Kínahafi gæti raskað lífríki sjávar verulega. Nordicphotos/AFP Íranska olíuflutningaskipið Sanchi, sem sökk í gær eftir að hafa staðið í ljósum logum á Austur-Kínahafi undanfarna viku, lekur nú olíu. Skipið var á leið til Kína með 136.000 tonn af hráolíu, alls um 960.000 tunnur, og er mengunin ekki sjáanleg á yfirborðinu að því er BBC greinir frá. Kínversk skip flykktust á staðinn í gær til þess að greina vandann og reyna að leysa úr honum. Talið er að bæði farmurinn og olían sem knúði skipið geti raskað lífríki sjávar allverulega. Sanchi lenti í árekstri við gámaflutningaskip 260 kílómetra frá Sjanghæ þann 6. janúar og við það kviknaði í íranska skipinu. Óljóst er hvað olli árekstrinum. Allir 32 skipverjarnir, þrjátíu frá Íran og tveir frá Bangladess, eru taldir af. Lík þriggja hafa fundist. Að sögn Robins Brant, blaðamanns BBC í Kína, er um að ræða mun meira unna og verðmætari hráolíu en þá svörtu sem oft hefur lekið í hafið. Þessi olía sé léttari og mun eldfimari. Til samanburðar við hinar 960.000 tunnur sem gætu nú mengað Austur-Kínahaf er vert að taka fram að í olíulekanum sem varð við sprengingu í Deepwater Horizon-borpallinum á Mexíkóflóa árið 2010 flæddu um 4,9 milljónir tunna út í sjóinn. Þá lak Exxon Valdez 260.000 tunnum við Alaska árið 1989. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Íranska olíuflutningaskipið Sanchi, sem sökk í gær eftir að hafa staðið í ljósum logum á Austur-Kínahafi undanfarna viku, lekur nú olíu. Skipið var á leið til Kína með 136.000 tonn af hráolíu, alls um 960.000 tunnur, og er mengunin ekki sjáanleg á yfirborðinu að því er BBC greinir frá. Kínversk skip flykktust á staðinn í gær til þess að greina vandann og reyna að leysa úr honum. Talið er að bæði farmurinn og olían sem knúði skipið geti raskað lífríki sjávar allverulega. Sanchi lenti í árekstri við gámaflutningaskip 260 kílómetra frá Sjanghæ þann 6. janúar og við það kviknaði í íranska skipinu. Óljóst er hvað olli árekstrinum. Allir 32 skipverjarnir, þrjátíu frá Íran og tveir frá Bangladess, eru taldir af. Lík þriggja hafa fundist. Að sögn Robins Brant, blaðamanns BBC í Kína, er um að ræða mun meira unna og verðmætari hráolíu en þá svörtu sem oft hefur lekið í hafið. Þessi olía sé léttari og mun eldfimari. Til samanburðar við hinar 960.000 tunnur sem gætu nú mengað Austur-Kínahaf er vert að taka fram að í olíulekanum sem varð við sprengingu í Deepwater Horizon-borpallinum á Mexíkóflóa árið 2010 flæddu um 4,9 milljónir tunna út í sjóinn. Þá lak Exxon Valdez 260.000 tunnum við Alaska árið 1989.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira