Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2018 11:25 Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. visir/ernir Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk), staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagði að nú væri unnið að tilkynningu þar sem frá þessu verður greint opinberlega. „Ég tjái mig ekki um uppsögnina þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Yfirlýsingar frá stjórn er að vænta. Jón Páll tilkynnti skömmu fyrir áramót að hann hefði sagt upp störfum. Því kemur þessi uppsögn nú nokkuð á óvart.Var búinn að segja upp störfum Ástæðan sem Jón Páll gaf upp í pistli sem hann birti opinberlega, á Facebooksíðu sinni, var rekstrarlegs eðlis og tengdist metnaðarfullum markmiðum stjórnar MAk: „Ég taldi að öll þessi jákvæðu teikn ásamt því sögulega tækifæri að gera LA kleift á hundrað ára afmæli þess tryggja samfellda starfsemi til framtíðar væri nægur hvati fyrir fulltrúa okkar í bæjarstjórn til þess að leiðrétta þann skort sem hefur verið á framlögum til leikfélagsins í nærri 10 ár samfleytt og gera LA kleift að ná yfirlýstum markmiðum. Hinn nýji samningur afhjúpar hins vegar skort á skilningi á mikilvægi LA sem hreyfialfs í okkar samfélagi og þau djúpu og dýrmætu áhrif það hefur á lífsgæði okkar og möguleika barna okkar til auðugs og hvetjandi lífs. Hann afhjúpar skort á vilja til þess að stefna sú er tryggt getur áframhaldandi samfellda starfsemi atvinnuleikhús undir merkjum LA geti orðið að veruleika. Samningurinn hafnar því þeirri framtíðarsýn hvers mótun ég leiddi í samstarfi við fulltrúa úr stjórn MAk og Leikfélags Akureyrar. Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. Janúar 2018.“Mun ekki leikstýra Sjeikspír eins og hann leggur sig Jón Páll tilkynnti jafnframt við þetta tækifæri að þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu ætlaði hann að skilja vel við, hann ætlaði að setja eftirmann sinn inn í málin. Og: „Ég hef óskað eftir því að ljúka ráðningu minni með því að frumsýna Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars en það verkefni er í fullum undirbúningi. Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstrarlegan árangur,“ segir í yfirlýsingu Jóns Páls sem hann birti 20. desember í fyrra. Til þess mun þó ekki koma að hann stýri því verkefni. Þetta staðfesti Jón Páll í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig frekar um uppsögnina á þessu stigi máls, hann vill bíða með það þar til yfirlýsing stjórnar lítur dagsins ljós.Uppfært 11:50 Yfirlýsingin frá stjórn MAk var að birtast nú rétt í þessu. Hún er stutt og svohljóðandi: „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.“ Menning Tengdar fréttir Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk), staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagði að nú væri unnið að tilkynningu þar sem frá þessu verður greint opinberlega. „Ég tjái mig ekki um uppsögnina þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Yfirlýsingar frá stjórn er að vænta. Jón Páll tilkynnti skömmu fyrir áramót að hann hefði sagt upp störfum. Því kemur þessi uppsögn nú nokkuð á óvart.Var búinn að segja upp störfum Ástæðan sem Jón Páll gaf upp í pistli sem hann birti opinberlega, á Facebooksíðu sinni, var rekstrarlegs eðlis og tengdist metnaðarfullum markmiðum stjórnar MAk: „Ég taldi að öll þessi jákvæðu teikn ásamt því sögulega tækifæri að gera LA kleift á hundrað ára afmæli þess tryggja samfellda starfsemi til framtíðar væri nægur hvati fyrir fulltrúa okkar í bæjarstjórn til þess að leiðrétta þann skort sem hefur verið á framlögum til leikfélagsins í nærri 10 ár samfleytt og gera LA kleift að ná yfirlýstum markmiðum. Hinn nýji samningur afhjúpar hins vegar skort á skilningi á mikilvægi LA sem hreyfialfs í okkar samfélagi og þau djúpu og dýrmætu áhrif það hefur á lífsgæði okkar og möguleika barna okkar til auðugs og hvetjandi lífs. Hann afhjúpar skort á vilja til þess að stefna sú er tryggt getur áframhaldandi samfellda starfsemi atvinnuleikhús undir merkjum LA geti orðið að veruleika. Samningurinn hafnar því þeirri framtíðarsýn hvers mótun ég leiddi í samstarfi við fulltrúa úr stjórn MAk og Leikfélags Akureyrar. Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. Janúar 2018.“Mun ekki leikstýra Sjeikspír eins og hann leggur sig Jón Páll tilkynnti jafnframt við þetta tækifæri að þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu ætlaði hann að skilja vel við, hann ætlaði að setja eftirmann sinn inn í málin. Og: „Ég hef óskað eftir því að ljúka ráðningu minni með því að frumsýna Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars en það verkefni er í fullum undirbúningi. Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstrarlegan árangur,“ segir í yfirlýsingu Jóns Páls sem hann birti 20. desember í fyrra. Til þess mun þó ekki koma að hann stýri því verkefni. Þetta staðfesti Jón Páll í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig frekar um uppsögnina á þessu stigi máls, hann vill bíða með það þar til yfirlýsing stjórnar lítur dagsins ljós.Uppfært 11:50 Yfirlýsingin frá stjórn MAk var að birtast nú rétt í þessu. Hún er stutt og svohljóðandi: „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.“
Menning Tengdar fréttir Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55