Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 12:15 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53
Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00
Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00