Fótbolti

Valur og Fjölnir með sigra

Dagur Lárusson skrifar
Eiður Aron skoraði í dag.
Eiður Aron skoraði í dag. vísir/getty
Það verða Fjölnir og Fylkir sem fara í undanúrslit í Reykjavíkurmótinu en það varð ljóst eftir leiki dagsins.

Fyrri leikur dagsins var viðureign Vals og ÍR. Það var Eiður Aron Sigurbjörnsson sem skoraði fyrsta mark leiksins á 44. mínútu fyrir Val og var staðan 1-0 í hálfleik.

Það var síðan Dion Acoff sem innsiglaði sigur Vals um miðbik seinni hálfleikins, 2-0 lokatölur og Valur endar því Reykjavíkurmótið á sigri og endar í 3. sæti A-riðils með sex stig.

Í seinni leik dagsins mættust Fram og Fjölnir en þar voru það Fjölnismenn sem fóru með sigur af hólmi 2-0.

Það var Ægir Jarl Jónasson sem skoraði fyrsta mark leiksins strax á 9. mínútu. Fjölnismenn voru ekki lengi að skora aftur en það gerðist á 22. mínútu en þar var á ferðinni Valgeir Lunddal Friðriksson.

Helgi Guðjónsson skoraði fyrir Fram á 83. mínútu og gerði síðustu mínútur leiksins æsispennandi. Fjölnir náði þó að halda út.

Lokatölur leiksins voru 2-1 og þessi úrslit þýða að það verða Fylkir og Fjölnir sem fara í undanúrslit úr A-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×