Erlent

Rússar sagði hjálpa Norður-Kóreu að selja kol

Samúel Karl Ólason skrifar
Sala kola er stærsta tekjulind Norður-Kóreu og var reynt að stöðva söluna til að gera einræðisstjórn landsins erfiðara að þróa og smíða kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar.
Sala kola er stærsta tekjulind Norður-Kóreu og var reynt að stöðva söluna til að gera einræðisstjórn landsins erfiðara að þróa og smíða kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Vísir/AFP
Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem eiga að koma í veg fyrir kolasölu Norður-Kóreu, seldi ríkið kol til bæði Suður-Kóreu og Japan í fyrra. Það gerðu þeir með því að flytja kolin fyrst til Rússland og þaðan voru þau seld áfram. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir þremur heimildarmönnum innan leyniþjónustna Evrópu og Bandaríkjanna.

Sala kola er stærsta tekjulind Norður-Kóreu og var reynt að stöðva söluna til að gera einræðisstjórn landsins erfiðara að þróa og smíða kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar.

Einn heimildarmaður Reuters sagði hafnarborgin Nakhodka væri notuð til að selja kolið með krókaleiðum og þessi leið væri Norður-Kóreumönnum enn opin.

Rússar þvertaka fyrir að kaupa kol af Norður-Kóreu og neita því einnig að hjálpa ríkinu við að komast hjá viðskiptaþvingunum.

Í samtalið við Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ljóst sé að Rússland þurfi að „gera meira“ þegar komið að þvingunum gegn Norður-Kóreu. Ætlast sé til þess að allar þjóðir Sameinuðu þjóðanna fylgi þvingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×