Fótbolti

Strákarnir klúðruðu víti en unnu samt Rússa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands á móti Rússlandi.
Byrjunarlið Íslands á móti Rússlandi. Mynd/KSÍ
Íslenska sautján ára landsliðið fagnaði sigri í síðasta leiknum sínum á móti í Hvíta Rússlandi.

Íslensku strákarnir unnu þá 1-0 sigur á Rússum en þeir höfðu áður unnið Slóvakíu en tapað fyrir Ísrael.

Strákarnir spila greinilega svipaðan fótbolta og íslenska A-landsliðið en á heimasíðu KSÍ kemur fram að Rússarnir hafi verið meira með boltann en að Ísland hafi átt fleiri skot á markið.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik leiksins en á 74. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu sem Atli Barkarson tókst ekki að nýta. Atli Barkarson er leikmaður Norwich í Englandi.

Það var svo á 78. mínútu sem Selfyssingurinn Guðmundur Axel Hilmarsson skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×