Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2018 13:04 Berglind ítrekar að einstaklingar af öllum aldri sprauti sig á Akureyri en að fólk sé yngra þegar það hefji neyslu en áður. Vísir/Auðunn Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. Um er að ræða einstaklinga sem sprauta sig í æð með efnunum. Sérstöku verkefni hefur nú verið hrint í framkvæmd til að takast á við fíkniefnavandann í bænum. RÚV greindi fyrst frá. Tveir hjúkrunarfræðinemar, Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, komu verkefninu, Ungfrú Ragnheiði, á fót eftir að niðurstöður lokaverkefnis þeirra í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri leiddu í ljós að brýn þörf væri á aðgerðum. „Við komumst að því að það væru um 20 til 30 einstaklingar í neyslu. Eftir að umræðan varð meiri um þetta á Akureyri þá var okkar upplifun sú að þetta væri að aukast, og að yngra fólk væri að byrja að sprauta sig,“ segir Berlind í samtali við Vísi.Harða neyslan byrjar fyrrBerglind ítrekar þó að einstaklingar af öllum aldri sprauti sig á Akureyri en að fólk sé yngra þegar það hefji neyslu en áður. „Við höfum mikið tekið eftir því að yngra fólk er að byrja fyrr að sprauta sig. Harða neyslan er að byrja fyrr.“ Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða krossinn og er sett upp að fyrirmynd verkefnisins Frú Ragnheiðar í Reykjavík. Berglind segir starfið hafa gengið vonum framar en vaktir sjálfboðaliða Ungfrú Ragnheiðar, sem eru iðulega á ferðinni á sérútbúnum bíl, eru milli klukkan átta og tíu á mánudags- og fimmtudagskvöldum. „Við bjuggumst við því að það yrði lítið að gera á meðan verkefnið væri svona að byrja. En fólk er strax byrjað að nýta sér þetta,“ segir Berglind sem bindur vonir við að stækka verkefnið þegar fram líða stundir. „Við erum að láta fólk fá nálabox, nálar og sprautur, það sem þarf til að geta sprautað sig. Svo vonumst við til þess, þegar skjólstæðingar okkar eru farnir að treysta okkur, að þá verði hægt að stækka verkefnið og útdeila sáraútbúnaði. Svo stefnum við að því að bjóða upp á næringu, Hleðslu-drykki og orkustykki.“Sjá einnig: Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þá segir Berglind erfitt að áætla hversu margir hafa nýtt sér þjónustuna á Akureyri því margir skjólstæðingar sæki útbúnað fyrir aðra neytendur. Málefni einstaklinga sem sprauta sig í æð með fíkniefnum hafa farið hátt undanfarna daga. Í vikunni var tilkynnt um fyrirhugaða opnun svokallaðra neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur en vinna við opnun rýmanna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu. Markmið neyslurýmanna er að notendur fíkniefna geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er. Hægt er að hafa samband við Ungfrú Ragnheiði í gegnum Facebook-síðu verkefnisins eða með því að hringja í síma 800-1150. Sjálfboðaliðar heita jafnframt fullum trúnaði og nafnleynd. Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. Um er að ræða einstaklinga sem sprauta sig í æð með efnunum. Sérstöku verkefni hefur nú verið hrint í framkvæmd til að takast á við fíkniefnavandann í bænum. RÚV greindi fyrst frá. Tveir hjúkrunarfræðinemar, Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, komu verkefninu, Ungfrú Ragnheiði, á fót eftir að niðurstöður lokaverkefnis þeirra í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri leiddu í ljós að brýn þörf væri á aðgerðum. „Við komumst að því að það væru um 20 til 30 einstaklingar í neyslu. Eftir að umræðan varð meiri um þetta á Akureyri þá var okkar upplifun sú að þetta væri að aukast, og að yngra fólk væri að byrja að sprauta sig,“ segir Berlind í samtali við Vísi.Harða neyslan byrjar fyrrBerglind ítrekar þó að einstaklingar af öllum aldri sprauti sig á Akureyri en að fólk sé yngra þegar það hefji neyslu en áður. „Við höfum mikið tekið eftir því að yngra fólk er að byrja fyrr að sprauta sig. Harða neyslan er að byrja fyrr.“ Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða krossinn og er sett upp að fyrirmynd verkefnisins Frú Ragnheiðar í Reykjavík. Berglind segir starfið hafa gengið vonum framar en vaktir sjálfboðaliða Ungfrú Ragnheiðar, sem eru iðulega á ferðinni á sérútbúnum bíl, eru milli klukkan átta og tíu á mánudags- og fimmtudagskvöldum. „Við bjuggumst við því að það yrði lítið að gera á meðan verkefnið væri svona að byrja. En fólk er strax byrjað að nýta sér þetta,“ segir Berglind sem bindur vonir við að stækka verkefnið þegar fram líða stundir. „Við erum að láta fólk fá nálabox, nálar og sprautur, það sem þarf til að geta sprautað sig. Svo vonumst við til þess, þegar skjólstæðingar okkar eru farnir að treysta okkur, að þá verði hægt að stækka verkefnið og útdeila sáraútbúnaði. Svo stefnum við að því að bjóða upp á næringu, Hleðslu-drykki og orkustykki.“Sjá einnig: Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þá segir Berglind erfitt að áætla hversu margir hafa nýtt sér þjónustuna á Akureyri því margir skjólstæðingar sæki útbúnað fyrir aðra neytendur. Málefni einstaklinga sem sprauta sig í æð með fíkniefnum hafa farið hátt undanfarna daga. Í vikunni var tilkynnt um fyrirhugaða opnun svokallaðra neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur en vinna við opnun rýmanna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu. Markmið neyslurýmanna er að notendur fíkniefna geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er. Hægt er að hafa samband við Ungfrú Ragnheiði í gegnum Facebook-síðu verkefnisins eða með því að hringja í síma 800-1150. Sjálfboðaliðar heita jafnframt fullum trúnaði og nafnleynd.
Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15