Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 20:35 Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, Erna Gísladóttir og HIldur Petersen voru heiðraðar á fögnuði Félags kvenna í atvinnulífinu FKA Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. Erna Gísladóttir, forstjóri bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Erna er einn af eigendum þess BL, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf. og situr í stjórn Haga hf. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Erna hefur á undanförnum árum reist við gömlu bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason í sameinuðu fyrirtæki BL. Hún hefur gert það með þeim hætti að BL er nú stærsta bifreiðaumboðið á Íslandi og hefur aukið markaðshlutdeild þess svo eftir er tekið.“ Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Hildur hafi kornung tekið við rekstri fjölskyldufyrirtækisins Hans Petersen og var um árabil ein fárra kvenna á Íslandi sem gegndi forstjórastarfi í stóru fyrirtæki. „Hildur var áberandi í starfi sínu og tók að auki að sér ábyrgðarmikil hlutverk í íslensku viðskiptalífi og hefur því verið fyrirmynd margra sem á eftir henni komu,“ segir í mati dómnefndar. Þá hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri Platome Líftækni, Hvatningarviðurkenningu FKA 2018. „Sandra hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp hátæknifyrirtæki, sem ef vel tekst til, stuðlar að framförum í læknavísindum. Fyrirtækið starfar á sviði sem er áhugavert og hefur raunhæfa vaxtarmöguleika. Einkar áhugavert er að í vörum fyrirtækisins eru notaðar útrunnar blóðflögueiningar frá blóðbönkum sem annars yrði fargað,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.Svartur var áberandi meðal gesta í Gamla bíói.FKAÞetta er í nítjánda sinn sem hátíðin er haldin en í ávarpi Rakelar Sveinsdóttur, formanni félagsins, kom fram að sjaldan hefði verið jafn áríðandi og nú, að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu. Ekki aðeins væri #metoo byltingin að kalla á miklar breytingar, heldur lifði hið ósýnilega glerþak enn góðu lífi sem ekki einu sinni lög Alþingis væru að ráða við. „Samt er það svo að ekki einu sinni kynjakvótalögin sem tóku gildi haustið 2013 hafa enn náð lögbundnu takmarki sínu. Ef lög sett af Alþingi virka ekki einu sinni, hvað virkar þá?” sagði Rakel Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá hafði stjórn FKA hvatt allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, til stuðnings #metoo byltingunni. Ákallinu var vel tekið og klæddust bæði karlar og konur svörtu víðs vegar í dag auk þess sem svarti liturinn undirstrikaði sterka samstöðu gesta á hátíðinni. Í ræðu formanns FKA kom fram að félagið taki það hlutverk sitt alvarlega að fylgja eftir #metoo byltingunni með ýmsum aðgerðum. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. Erna Gísladóttir, forstjóri bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Erna er einn af eigendum þess BL, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf. og situr í stjórn Haga hf. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Erna hefur á undanförnum árum reist við gömlu bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason í sameinuðu fyrirtæki BL. Hún hefur gert það með þeim hætti að BL er nú stærsta bifreiðaumboðið á Íslandi og hefur aukið markaðshlutdeild þess svo eftir er tekið.“ Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Hildur hafi kornung tekið við rekstri fjölskyldufyrirtækisins Hans Petersen og var um árabil ein fárra kvenna á Íslandi sem gegndi forstjórastarfi í stóru fyrirtæki. „Hildur var áberandi í starfi sínu og tók að auki að sér ábyrgðarmikil hlutverk í íslensku viðskiptalífi og hefur því verið fyrirmynd margra sem á eftir henni komu,“ segir í mati dómnefndar. Þá hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri Platome Líftækni, Hvatningarviðurkenningu FKA 2018. „Sandra hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp hátæknifyrirtæki, sem ef vel tekst til, stuðlar að framförum í læknavísindum. Fyrirtækið starfar á sviði sem er áhugavert og hefur raunhæfa vaxtarmöguleika. Einkar áhugavert er að í vörum fyrirtækisins eru notaðar útrunnar blóðflögueiningar frá blóðbönkum sem annars yrði fargað,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.Svartur var áberandi meðal gesta í Gamla bíói.FKAÞetta er í nítjánda sinn sem hátíðin er haldin en í ávarpi Rakelar Sveinsdóttur, formanni félagsins, kom fram að sjaldan hefði verið jafn áríðandi og nú, að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu. Ekki aðeins væri #metoo byltingin að kalla á miklar breytingar, heldur lifði hið ósýnilega glerþak enn góðu lífi sem ekki einu sinni lög Alþingis væru að ráða við. „Samt er það svo að ekki einu sinni kynjakvótalögin sem tóku gildi haustið 2013 hafa enn náð lögbundnu takmarki sínu. Ef lög sett af Alþingi virka ekki einu sinni, hvað virkar þá?” sagði Rakel Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá hafði stjórn FKA hvatt allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, til stuðnings #metoo byltingunni. Ákallinu var vel tekið og klæddust bæði karlar og konur svörtu víðs vegar í dag auk þess sem svarti liturinn undirstrikaði sterka samstöðu gesta á hátíðinni. Í ræðu formanns FKA kom fram að félagið taki það hlutverk sitt alvarlega að fylgja eftir #metoo byltingunni með ýmsum aðgerðum.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira