Yfir 30 íþróttamenn glíma við eftirköst heilahristings Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ólína Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir eftir landsleik Íslands. Báðar hafa þær sett skóna upp í hillu eftir höfuðhögg. vísir/daníel „Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“ Íslenski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Sjá meira
„Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“
Íslenski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Sjá meira