Fótbolti

Stelpurnar skutu Skotana í kaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Markaskorarrnir voru Karólína Lea Vilhjálmsdóttir númer ellefu Helena Ósk Hálfdánardóttir,númer 9 og Clara Sigurðardóttir númer 10.
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Markaskorarrnir voru Karólína Lea Vilhjálmsdóttir númer ellefu Helena Ósk Hálfdánardóttir,númer 9 og Clara Sigurðardóttir númer 10. Knattspyrnusamband Íslands
Stelpurnar í íslenska sautján ára landsliðinu í fótbolta unnu sannfærandi 4-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik í Kórnum í gær.

Íslensku stelpurnar voru miklu betri í leiknum og komust meðal annars í 3-0 í fyrri hálfleik.

Gömlu liðsfélagarnir úr FH, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir, fóru á kostum í fyrri hálfleiknum en Karólína Lea hefur nú skipt yfir í Breiðablik.

Karólína Lea skoraði fyrsta markið á þriðju mínútu eftir fyrirgjöf frá Helenu Ósk og Helena Ósk fiskaði síðan vítaspyrnu sem Karólína Lea skoraði úr á átjándu mínútu.

Rétt fyrir hálfleik skoraði síðan Helena Ósk eftir að hafa fengið stungusendingu frá Karólínu Leu. Þær áttu því öll þrjú mörkin saman með því annaðhvort að skora eða leggja þau upp.

Tíu mínútum fyrir leikslok fiskaði Eyjakonan Clara Sigurðardóttir síðan vítaspyrnu sem hún skoraði úr sjálf.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku Sporttv frá leiknum en hana má líka nálgast hér.





Liðin mætast aftur á morgun þriðjudag en sá leikur fer einnig fram í Kórnum og hefst klukkan tólf á hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×